Skírt smjör

Hvað er skírt smjör?

Skírt smjör (smjörolía) er ævaforn afurð notuð um allan heim. Það er unnið úr íslensku ósöltuðu smjöri. Við framleiðsluna er vatn, mjólkursykur og mjólkurprótín að mestu leyti fjarlægt úr smjörinu. Það hefur sætan karamellukeim og hentar vel sem viðbit og í alla matargerð. Skírt smjör er hálfljótandi og kornkennt við stofuhita. Það hefur hátt brennslumark (250°C) og því afbragð til að steikja og baka upp úr.

Hvernig á að geyma skírt smjör?

Skírt smjör er hægt að geyma við stofuhita. Eins og með aðrar góðar olíur, en skírt smjör er eins konar smjörolía, er gott geyma það fjarri miklum heita eða sterku ljósi.

Hvaða tegundir af skírðu smjöri bjóðið þið upp á?

Við erum með tvær tegundir af skírðu smjöri; hreint og með túrmerik