Um B&M

Heilnæm næring fyrir nútímafólk

Kjörorð fyrirtækisins er heilnæm næring fyrir nútímafólk og vísar það í þá hugsun að margt í umhverfi forfeðra- og mæðra okkar, þar á meðal næring, eigi fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum af þeim matvælum sem fara til spillis nú á dögum var hreinlega slegist um hér áður fyrr. Með vaxandi iðnvæðingu matvæla hefur gott og heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð og fallið úr tísku. Þessi vannýting skapar ýmis konar vandamál bæði heilsufarsleg og einnig fyrir umhverfið.

Aldagömul þekking

Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins og þekkingin um þennan heilsudrykk hefur fylgt okkur í gegnum aldirnar. Beinaseyði er soðið úr íslensku vatni, íslenskum dýrabeinum, grænmeti og kryddjurtum.

Hvernig nota ég beinaseyði?

Beinaseyðið er tilbúið til neyslu beint úr krukkunni. Það er hægt að drekka það heitt í staðinn fyrir kaffi eða te, það er hentugt sem millimál og til að nota í endurheimt eftir erfiðar íþróttaæfingar. Það er frábært sem súpu- eða sósugrunnur, til að gufusteikja kjöt eða grænmeti upp úr eða bæta í hrísgrjón. Í raun hentar beinaseyði í uppáhaldsrétti hvers og eins. Sumir fá sér einn bolla á morgnana og aðrir fá sér einn bolla fyrir svefninn.

Ghee – skírt smjör

Skírt smjör (smjörolía) er ævaforn afurð, unnin úr ósöltuðu íslensku smjöri. 

Hreint íslenskt smjör
Skírða smjörið okkar er hrein íslensk matvara sem inniheldur náttúrulegar fitusýrur eins og CLA (e. Conjugated-Linoleic Acid).
Alltaf tilbúið til notkunar

Það þarf ekki að bíða eftir því að smjörið mýkist fyrir baksturinn eða láta glerhart smjör úr ísskápnum eyðileggja ristaða brauðið. Skírt smjör hefur nefnilega langt geymsluþol og geymist best á dimmum og svölum stað.

Hátt brennslumark

Skírt smjör hefur mun hærra brennslumark en venjulegt smjör og því hægt að steikja upp úr því án þess að það brenni. Þannig myndast heldur ekki þær óæskilegu fitusýrur sem geta myndast þegar olía brennur.

Eins og smjör, bara tvisvar sinnum betra

Skírt smjör hentar jafnvel betur til steikingar og baksturs en venjulegt smjör og það býr yfir eiginleikum sem venjulegt smjör gerir ekki. Það þolir til dæmis háan hita og þau sem eru viðkvæm fyrir laktósa þola það mun betur en venjulegt smjör.