eftirJón Jónsson
Beinaseyði fyrir bein og liði
Beinaseyði hefur löngum verið talið gott fyrir bein því í því er að finna kynstrin öll af efnum sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigði þeirra. Með því að drekka beinaseyði færðu ríkulegan skammt af kollageni og góðan skammt af steinefnum á aðgengilegu formi fyrir líkamann en það er einkum magn kollagensins sem gerir það að verkum að beinaseyði er talið gott fyrir bein og liði. Kollagen er prótín sem finnst alls staðar í líkamanum – í beinum, liðum, sinum, liðböndum og tengivefum. Það mætti segja að kollagen sé límið sem heldur öllu saman og heldur líkamanum sveigjanlegum og þrautseigum. Ef stuðnings kollagens nyti ekki við þá myndi maður hreinlega detta í sundur.
Hvað heilbrigða liði varðar þá spila meðal annars sérstök sykurprótín, svokölluð GAGs (e. glycosaminoglycan), stóra rullu sem og einnig glúkósamín en þessi efni er að finna í beinaseyði. Tvær þekktar tegundir af GAGs eru Hyaluronic acid og Chondroitin sulfate og eru þessi efni, ásamt glúkósamíni, seld sem lyf og eru vinsæl til að nota við slitgigt og öðrum bólgusjúkdómum.
Við hjá Bone & Marrow teljum að það sé einfaldara að fá þessi efni úr beinaseyði auk þess sem maður fær fjöldan allan af öðrum efnum með. Til gamans má nefna að íþróttastjörnur eins og Kobe Bryant eru að nota beinaseyði til þess að halda sér í formi.
Heimildir:
1) http://doktor.is/fyrirspurn/hvao-eru-glucosamine-og-chondroitin
2) https://www.webmd.com/vitamins-supplements/ingredientmono-1062-hyaluronic%20acid.aspx?activeingredientid=1062&
3) http://www.espn.com/nba/story/_/id/12168515/bone-broth-soup-helping-los-angeles-lakers-kobe-bryant
Hvað heilbrigða liði varðar þá spila meðal annars sérstök sykurprótín, svokölluð GAGs (e. glycosaminoglycan), stóra rullu sem og einnig glúkósamín en þessi efni er að finna í beinaseyði. Tvær þekktar tegundir af GAGs eru Hyaluronic acid og Chondroitin sulfate og eru þessi efni, ásamt glúkósamíni, seld sem lyf og eru vinsæl til að nota við slitgigt og öðrum bólgusjúkdómum.
Við hjá Bone & Marrow teljum að það sé einfaldara að fá þessi efni úr beinaseyði auk þess sem maður fær fjöldan allan af öðrum efnum með. Til gamans má nefna að íþróttastjörnur eins og Kobe Bryant eru að nota beinaseyði til þess að halda sér í formi.
Heimildir:
1) http://doktor.is/fyrirspurn/hvao-eru-glucosamine-og-chondroitin
2) https://www.webmd.com/vitamins-supplements/ingredientmono-1062-hyaluronic%20acid.aspx?activeingredientid=1062&
3) http://www.espn.com/nba/story/_/id/12168515/bone-broth-soup-helping-los-angeles-lakers-kobe-bryant