Íslenskt ghee - skírt smjör!


Mynd af krukku með hreinu skírðu smjöriMynd af krukku með hreinu skírðu smjöri
Hreint skírt smjör
Skírða smjörið er unnið úr íslensku ósöltuðu smjöri. Við framleiðsluna er vatn, mjólkursykur og mjólkurprótín að mestu leyti fjarlægt og eftir stendur nánast 100% mjólkurfita. Skírt smjör hentar vel sem viðbit og í alla matargerð. Það er hálffljótandi og kornkennt við stofuhita. Það hefur hátt brennslumark (250°C) og því afbragð til að steikja og baka upp úr.


Mynd af krukku af skírðu smjöri með túrmerikMynd af krukku af skírðu smjöri með túrmerik
Skírt smjör með túrmerik
Skírt smjör þarf ekki að hafa í kæli og má geyma við stofuhita. Best er þó að geyma það við svipuð skilyrði og góða olía, ekki í miklu ljósi né hita. Það kemur í glerkrukku og í hverri krukku eru 220 g. Smjörið fæst þegar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu t.d. í Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Frú Laugu, Bændum í Bænum, Systrasamlaginu og í Crossfit Reykjavík. Von er á smjörinu á fleiri staði þar á meðal í Hagkaupsverslanir.#melabúðin #frúlauga #fjarðarkaup #bænduríbænum #hagkaup #systrasamlagid #crossfitrvk #keto #paleo #skírtsmjör #ghee #naturalfood #handcraft #craftfood #cleaneating #ghee #natural #artisanfood #icelandic #healthyfats

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlega athugið að athugasemdir eru rýndar áður en þær birtast