Ketó og skírt smjör (ghee)

Ketó er fituríkt matarræði (75-80%) og því er mikilvægt að hafa úrval af góðri fitu til að vinna með. Hvað íslenskar fitur varðar dettur manni fyrst í hug smjör en það eru til aðrar útfærslur á smjöri sem eru jafnvel enn betri, til að mynda skírt smjör eða Ghee eins og það er nefnt víða erlendis.

En hvað er skírt smjör og hvernig er það öðruvísi en hefðbundið smjör?

Skírt smjör er mjög líkt smjöri enda er það unnið úr því. Munurinn felst í því að búið er að fjarlægja nánast allan mjólkursykurinn (laktósan) og allt mjólkurprótínið (caseinið) úr skírða smjörinu og hefur það því mun hærra brennslumark en hefðbundið smjör. Venjulegt smjör brennur við 175°C en skírt smjör við u.þ.b 250°C og því hentar skírða smjör mun betur til steikinga.

Íslenskt ósaltað smjörÍslenskt ósaltað smjör
Íslenskt ósaltað smjör
Það er einfalt að búa til skírt smjör. Ósaltað smjör er hitað rólega í djúpum potti. Eftir smá tíma byrjar smjörið að skiljast og vatnið að gufa upp. Smá saman eru öll föstu efnin (mjólkursykur og mjólkurprótín) fjarlægð og eftir stendur hrein fita. Erlenda heitið á skírðu smjöri, þ.e.a.s Ghee er hindú og þýðir fita. Þar sem skírt smjör er í raun hrein mjólkurfita þá þránar hún mun síður og hægt að er að geyma skírt smjör við stofuhita.


En hvernig notar maður skírt smjör?

Skírt smjör frá B&M er með smá karamellukeim og er því aðeins öðruvísi en hefðbundið smjör. Sumir eru afskaplega hrifnir og aðrir þurfa smá að venjast því. Því er um að gera að prófa það í uppáhaldsréttinn sinn. Hér eru nokkrar hugmyndir:

Bæta því í drykki: Hægt er að nota skírt smjör í bulletproof kaffi til dæmis nú eða búa sér til skíra gull sem er drykkur úr beinaseyði og skírðu smjöri með túrmerik

Steikja grænmeti á pönnu eða í ofni: Penslið skírðu smjöri á grænkál, papriku, spergilkál og blómkál. Steikið grænmetið ykkar á pönnu upp úr skírðu smjöri

Fyrir þá sem vilja prófa skírða smjörið frá B&M – hreint og túrmerik

Þá fæst það á eftirfarandi stöðum:

Frú Lauga – Laugalæk 6, 105 Reykjavík
Melabúðin – Hagamel 39, 107 Reykjavík
Fræið Fjarðarkaup – Hólshrauni 1, 220 Hafnarfjörður
Bændur í Bænum – Grensásvegur 10, 108 Reykjavík
Systrasamlagið – Óðinsgötu 1, 101 Reykjavík
CrossFit Reykjavík – Faxafeni 12, 108 Reykjavík
Heilsuhúsið – Kringlan, Lágmúla, Smáratorgi, Laugavegi og í netverslun
Pure Food Hall – Fríhöfnin, Keflavíkurflugvelli
Jurtaapótek – Skipholti 33, 105 Reykjavík


Skilja eftir athugasemd

Vinsamlega athugið að athugasemdir eru rýndar áður en þær birtast